|
Dagur 23 - Jólavefur Júlla 2012
Í dag er sunnudagur 23. desember.
Þorláksmessudagur. Í nótt kom tólfti
jólasveinninn til byggða " Kjötkrókur "
Það er
ágætt fyrir okkur að lesa þetta og hugsa um það á þessum tíma.
Gjöfin
Ég veit ekki hvort þú hefur,
huga þinn við það fest.
Að fegursta gjöf sem þú gefur,
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlegt hlær,
hlýja í handartaki
hjarta sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði,
sakleysi fegurð og yl.
(Úlfur Ragnarsson)
, Ketkrókur, sá tólfti,
Þorláksmessa heitir eftir Þorláki biskupi sem dó í Skálholti 23. desember 1193 og er einn þriggja íslenskra dýrlinga. Þorláksmessurnar eru reyndar tvær, 23. desember, eins og áður segir og 20. júlí þótt hætt hafi verið að halda þá síðari hátíðlega eftir að siðaskipti urðu á Íslandi. Þorláksmessa hefur löngum verið síðasti undirbúningsdagur fyrir jól og alltaf mikið líf og fjör. Í gamla daga var dagurinn notaður til hreingerninga og hangikjötið soðið. Dagurinn markaði líka lok jólaföstunnar og hafa óvenjulegar matarvenjur fest við þennan dag vegna þessa og þá ekki síst í biskupsdæmi Þorláks. Á Vestfjörðum skapaðist sá siður að borða kæsta skötu þennan dag og hefur sá siður verið einna langlífastur íslenskra jólasiða. Á síðari árum hefur i hann breiðst út um landið og eru nú haldnar skötuveislur á veitingastöðum og í heimahúsum. Mikil og sterk lykt er af skötunni sem magnast þegar hún er soðin. Því stækari sem skatan er, því betri þykir hún og best ef maður tárast við að borða hana. Skatan er bæði snædd soðin og í stöppu með kartöflum, hamsatólg eða hnoðmör. Eftir skötuveisluna er nauðsynlegt að sjóða hangikjötið í sama pottinum því það er sagt að það sé eina ráðið til að ná lyktinni úr pottinum og híbýlunum. Dalvík. Munið milli kl 13.00 og 16.00 er tekið við kortum í jólasveinapóstinn í Dalvíkurskóla Sjá síðuna um Jólasveinapóstinn
Jólaljósin lýsa
um allt.
|
|
Jólasveinamynd dagsins (23)
|

| Í dag er einn skemmtilegasti dagurinn á aðventunni, við skulum njóta hans og láta ekki spennuna fara með okkur. Auðvitað fá sér allir vel kæsta skötu í dag með öllu tilheyrandi, svo verður tréð skreytt í kvöld og ekki má gleyma því sem kemur mörgum í endanlegt jólaskap það eru jólakveðjurnar í útvarpinu.. Í mallanum er jólasíða hjá Rúv sem einmitt færir okkur Jólakveðjurnar. Snæfinnur |
|
2004 spurði ég um uppáhaldsdag á aðventunni og hér eru nokkur af svörunum. Uppáhaldsdagurinn minn er 23 des.
Þorláksmessudagur.
Ég held að mér finnist Þorláksmessan
skemmtilegust,og svo þegar ró fellur yfir á aðfangadagskvöld,það
fyllir mann alltaf miklum friði og ekki spillir að hafa HÆFILEGAN
jólasnjó.
Svo þakka ég fyrir afar skemmtilegan
jólavef hjá þér og vona að þú og þín fjölskylda eigið ánægjurík og
gleðileg jól á nyja heimilinu á Akureyri. Gleðileg jól.
Það er 12 des af því þá kemur 1 jólasveinninn og svo 24 des því þá fær maður marga jólapakka, í gær sagði ég við mömmu að ég vildi að jólin væru alltaf nema á afmælisdaginn, hún sagði að þá myndi mér ekkert finnast gaman að fá jólapakka og ekkert vera spennandi við jólin, það er sennilega rétt hjá henni.
Góðan daginn
Mér fannst allir dagarnir skemmtilegir. Ef þú ert að tala um
getraunirnar þá fannst mér allir jafn skemmtilegir. Annars
fanst mér líka mjög gaman að sögunni það var mjög gaman að
fylgjast með henni því hún var svo spennnandi. En gleðileg
jól Júlli og farsælt nýtt ár.
Aðfanga dagur er uppáhalds dagurinn minn allveg frá morgni til kvölds vegna þess að það er svo margar ómissandi jólahefðir þann dag. Til dæmis gefur Kertasníkir allri fjölskydunni í skóinn og við sameinumt öll inni í svefnhrbergi hjá mömmu og pabba og opnum það sem við fengum, svo á hádegi hittast öll systkyni pabba og börn til að borða saman möndlugraut og þar er pakkaleikur fyrir krakkana. Svo frá hádegi til 6 keyri ég út jólapakka og hitti fullt af fólki. og svo er kvöldið auðvitað allveg draumur :)
Svar: 24
desember. Fordi at jeg få mange pakke og en store julepakke
frå julemand i skoen. Så spiser vi meget godt mad og alle er
i fin tøj =)
Ætli maður verður ekki að
segja aðfangadagur. Ég umgengst aðeins fjölskylduna mína
og vini á þessum degi. ég fer oftast með pabba að bera
út jólakort heimsæki kunningja. Ég horfi á jólamyndir í
sjónvarpinuog klæði mig upp. Besti matur sem ég veit um
er jólamaturinn og það jólalegasta sem ég veit um er
þegar fjölskyldan situr saman við borðið og er að borða
jólamatinn. Við opnum auðvitað pakkana og förum svo til
systur hennar mömmu sem ég elska að vera hjá. Fullkominn
dagur!
Kæri Júlli
Ég vil þakka
þér fyrir að halda þessum vef gangandi og ég veit ekki
hvað ég myndi gera í Desember án Jólavefs Júlla ég hef
fylgst með þér síðustu 3 ár og hef unnið í getrauninni
einu sinni hvert ár, fékk diskinn Á Jólunum og bókina
Áfram Ísland og bíð nú eftir póstinum í von um að
Drakúla komi með honum.Og í getrauninni get ég ekki
valið á milli Aðfangadag og Jóladag á aðfangadag þá erum
við bræðurnir alltaf heima hjá mömmu og pabba og annað
hvert ár er litli frændi minn með (annar bróðir minn er
skilinn og fær strákinn önnur hver jól)stemningin sem
fylgir því er alltaf eins alltaf sama hefðin en ég dýrka
hana. Fyrst borðað og ég klára alltaf fyrstur og þá fer
ég að að flokka kortin þegar allir hinir eru búnir að
borða og leggja sig förum við að opna kortin hlægjum og
skemmtum okkur yfir því að lesa kveðjurnar og skoða
myndirnar sem við fáum með eftir kortin er fáum við
okkur kaffi og kökur og förum svo í pakkana ég les
alltaf á pakkana og dreifi þeim en þegar að litli frændi
minn er heima þá sér hann um að skríða undir tréð láta
mig hafa pakkann og ég les og þá lætur hann réttann
aðila fá pakkann og fer að styttast í að hann geti lesið
á pakkana sjálfur og á meðan gæti ég bara slakað á.
Þessi jól eru mjög erfið fyrir alla í Þingeyjarsveit því
góður drengur Egill Fannar Grétarson lést 5.des
síðastliðin úr hjartastoppi og verður erfitt að halda
jólin þegar að við vitum hvað erfitt fjölskyldan hans á
en jæja ég vil óska þér og þinni fjölskyldu Gleðilegra
Jóla við sjáumst svo næsta desember á nýju ári.
Mér finnst allur
Desember skemmtilegur þá styttist til jóla jólalög spiluð og
sungin jólaföndur í gangi og fleira á aðfangadag förum við
alltaf í kirkju fyrir mat og hlustum á jólaguðspjallið og
fallega tónlist þakka fyrir í ár gleðileg Jólakveðja. Okkur finnst Þorláksmessan æðisleg af því að þá er svo mikill ys og þys, aðfangadagur er líka svo frábær, allt svo fagurt og hátíðlegt. Nú, svo er það jóladagur, rólegheitastemming, nartað í afgangana, spilað og spjallað. Þá eru allir saman. Áramótin því að þá er svo skemmtilegt, gott að borða og eins og á aðfangadag þá er líka svo hátíðlegt á gamlárskvöld.Uppúr öllu stendur: Jólin eru öll yndislegur tími vegna samverunnar við þá sem okkur þykir vænt um. Elsku Júlli þú ert uppáhaldið okkar, þú hefur hjálpað okkur að gera biðina eftir jólum bærilegri. Guð blessi þig og alla þá sem þér standa nærri og eigðu gleðileg jól!!! Lifðu heill! Í dag finnst mér aðfangadagur vera skemmtilegasti dagurinn, vegna þess fyrst og fremst að gleðin hjá börnunum er svo mikil og einlæg þann dag. Einnig finnst mér jóladagurinn sjálfur yndislegur. En janframt erfiðastur. Þegar ég var að alast upp var hefð að fara í jólaboð til frænkna okkar. Jólaboðið stóð allan daginn, byrjað á hádegisverði, síðan var spilað og oft var mikið fjör enda öll stórfjölskyldan mættt á svæðið. Þarna vorum við oft langt fram á kvöld. Í minningunni fannst mér þetta ekkert mjög spennandi enda sem barn vildi maður frekar vera heima og skoða allar jólagjafirnar. En í dag þegar gömlu systurnar eru dánar, og einnig afi (bróðir þeirra), þá hefur þetta jólaboð á jóladag lagst af. Þetta er sjálfsagt það sem ég sakna mest á jólunum. En í staðin reynir maður að gera gott úr deginum og eiga góða og notalega stund með eiginmanni og börnum, förum svo í kvöldverð hjá tengdó. Samt sem áður finnst mér öll aðventan alveg yndislegur tími og hver dagur öðrum betri. Jólaundirbúningurinn er oftast skemmtilegur og brýtur upp hjá manni hversdagsleikann. Maður má þó ekki láta hlaupa með sig í gönur, þannig að undirbúningurinn verði að stressi og látum. Best er að láta skynsemina ráða og nýta tímann í að hugsa um sína nánustu og þá sem minna mega sín, enda tel ég að það sé það sem gefi manni mest.
Mér finnst þorláksmessan
skemmtilegust, þá er svo mikil kærleikur í öllum og
allt að verða klárt.
Gleðilega jólahátið og
farsælt nýtt ár og takk fyrir vefinn!
Kæri Júlli þakka þér fyrir mjög skemmtilegan
jólavef. Það hefur oft stytt mér stundir að
fara inná vefinn og lesa allan fróðleikinn um
jólin. Við borðum alltaf skötu heima fyrir jólin
og erum reyndar búin að því. Hún var heldur
sterk (kæst) í ár (hún eyddi slímhúðinni í
kinninni á eiginmanninum að hans sögn) en hún
var góð.
Já ég borða svo
sannarlega skötu.
En svona þér að
segja ætlaði ég nú ekki að vilja smakka hana
á sínum tíma en á mínu heimili var það vani
að smakka áður en maður hélt því fram að
maturinn væri vondur. Við mamma erum jafn
þrjóskar og sat ég við borðið heillengi en
ég átti að smakka það sem var á diskinn minn
sett og það var sko ekki mikið. Á endanum
gaf ég mig (um kl 21 að mig minnir) og
borðaði það sem á diskinum mínum var. Og var
þetta bara alls ekki eins vont og lyktin
sagði til um !!
Næst þegar mamma
mín spurði hvað ég vildi hafa í matinn, ég
mætti ráða, þá svaraði ég henni : Skötu !!!
Og hún var ekki lengi að grípa þetta og
auðvitað fékk ég skötu í matinn. Síðan hef
ég ekki getað hugsað mér þorláksmessu án
skötu og býður mamma mér alltaf með sér í
mat í hádeginu á þorláksmessu en
starfsmannafélagið hennar býður alltaf til
veislu. Og fylgi ég með sem barnið hennar þó
ég sé sjálf orðin fullorðin. !! Ég
vil hafa skötuna eins kæsta og hægt er
...helst þannig að maður geti ekki andað
fyrir ofan diskinn .....og borða ég hana
bara eintóma !!!
Sonur minn sem
er 7 ára fer líka með mér því honum finnst
skatan mjög góð og boraðar hana með bestu
lyst enda er allur hans
uppáhaldsmatur...svona gamall matur,
kjötsúpa, saltkjöt og baunir og því um líkt.
Þá segi ég bara
gleðileg jól og takk fyrir skemmtilega síðu.
Kæri Júlli takk fyrir allar skemmtilegu
stundirnar við vefinn þinn. Já mér þykir
skata góð og hún var alltaf borðum heima
meðan við bjuggum fyrir austan,en eftir
að við fluttum suður,þá borðum við hana
í skötuveislu sem íþróttafélagið Víðir í
Garði heldur til styrktar sínu félagi.
Svo langar mig að senda þér og þinni
fjölskyldu mínar innilegustu óskir um
gleðirík jól og gæfuríkt nýtt ár Mér
finnst alltaf nauðsynlegt að reyna að
halda í gömlu hefðirnar skata á
þorláksmessu , hangikjöt á jóladag og
hlusta á jólakveðjurnar á þorláksmessu.
Ég borða ekki skötu, hef einu sinni smakkað hana og finnst ekki góð. Ég á það sameiginlegt með tengdamóður minni að vilja pylsur á Þorláksmessu og það í pylsuvaginunum sjálfum. Maðurinn minn aftur á móti tók uppá þeim sið eftir að tengdamóðir mín rak hann og tengdapabba á dyr að fara alltaf í hádeginu á góðan stað og fá sér Skötu. Þeir fóru lengi vel á Múlakaffi en þar er alltaf fullt útúr dyrum og ákváðu þeir því að finna nýjan stað. Það er Höfðagrill þar sem er alltaf heitur matur í hádeginu og allskyns fólk borðar á. Verkamenn, leigubílstjórar, skrifstofufólk og fleira. Þá hlakkar alltaf til þessa dags því þar hitta þeir allskyns fólk með fullt af góðum sögum og skemmtilegheitum og svo fá þeir nátturlega Skötuna sína sem þeim finnst ómissandi. Skatan hefur sem sagt fært þá feðga saman á þessum degi fyrir vikið og er þetta "dagurinn þeirra". Takk fyrir frábæran vef og Gleðileg jól
ég bý hjá ömmu og afa og bræður
mömmu koma í mat og krakkarnir
þeirra líka þannig að við erum svona
um 15 manns. þetta er alveg
meiriháttar... allir sitjandi
saman... borðandi sterka skötu
jafnvel svo að sumir svitna og
gráta... haha.. það gerist ekki
mikið betra en það... ;) en mig
langar til að þakka þér kærlega
fyrir að halda þessum jólavef og
jóladagatali úti... :)
Ég borða skötu sjálf, vel kæsta helst. Ég hef borðað hana síðan ég man eftir mér og fer nú heim til mömmu og pabba til að borða hana þar, systkini mín koma þangað einnig. Sumir makar borða hana einnig, aðrir vilja ekki smakka :-) Börnin eru einnig frekar léleg í þessu, finnst hún frekar ógeðsleg
Nei ég get nú ekki sagt að ég
borði skötu en ég reyni nú samt
að smakka hana alltaf í hvert
skipti.
Heima hjá mér er alltaf boðið
fólki í skötu og við krakkarnir
höfum vanalega haldið okkur bara
við rúgbrauðið og poppið.En það
er víst að það eru engin
alvmennileg jól hjá mér nema að
skötullyktin hafi komið í húsið
daginn áður það er einhver vani.
Við eigum nú líka alveg lager af
ilmkertum þetta árið þannig að
þetta verður í lagi.
Hver veit nema að ég smakki
skötu á morgun líka og það ekki
með þvottaklemmu það er svo
asskoti óþægilegt og ég hef mína
reynslu í því he he. Gleðileg
Jól og þessi vefur hjá þér er
mjög góður og skemmtilegur!!!
Sæll Júlli á mínu heimili er ekki borðuð kæst skata.Höldum okkur við væna flís af feitum og reyktum sauð,sem gengið hefur á hæstu hólum í Jökuldalshreppi hinum forna,enda þykir okkur það mikið betra en skatan..Þakka svo fyrir skemmtilegheitin á aðventunni og ég vona að þú haldir þessu áfram,
Kæri Júlli
Ég vil byrja á að þakka þér
aftur fyrir þennan vef. Það
er alltaf jafn gaman að fara
inn á hann og hann styttir
manni svei mér stundir fram
að jólum. En já ég borða
skötu. Ég hef alist upp við
það frá því ég var ungabarn
örugglega. Allur þessi
hefðbundni íslenski matur
hefur verið borðaður í
fjölskyldunni minni frá því
að ég man eftir mér. Þess
vegna borða ég skötu,
slátur, svið, sviðalappir og
meira að segja hákarl. Það
eru ekki margir 18 ára
krakkar sem ég þekki sem
borða hákarl. En mér finnst
þetta mesta lostæti. :)
Í gegnum tíðina þá höfum við
öll fjölskyldan safnast
saman á þorláksmessu og
borðað skötu. Ég man eftir
því frá því að ég var ung að
afi minn sagði alltaf að
brjóskið/beinin í skötunni
væri sælgæti fátæku barnanna
í útlöndum. Síðan bruddi
hann á því með bestu lyst.
Jólatréspurningin
(könnunin)
2006.
Nokkrar sendingar
Við fjölskyldan erum með gervitré,
og höfum alltaf verið með þannig,
þótt við værum allveg til í að hafa
lifandi til tilbreytingar. Gamla
tréð okkar var frekar lítið og við
höfðum það alltaf upp á litlu borði
eða stalli svo það virtist stærra ;)
En núna erum við flutt í gamla hús
afa okkar og við fengum gamla tréð
hans þegar við fluttum. Við vorum
rosalega ánægð því það er stórt og
mjög flott, það nær næstum því upp í
loft! Við settum tréð saman áðan og
ætlum að skreyta það á morgun, við
höfum samt yfirleitt líka sett það
saman á Þorláksmessu.
Við erum sex manna fjölskylda á
Sauðárkróki. Við hjónin erum 31 árs
og eigum 4 börn saman 2,4,8 og 9
ára. Auðvitað er spenningurinn
mikill þessa síðustu daga fyrir jól
og við leyfum skrautinu að tínast
upp á veggi og í hillur jafnt og
þétt í desember en jólatréð bíður
enn vegna þess að við höldum í það
sem við ólumst bæði upp við og það
er að jólatréð var aldrei skreytt
fyrr en á Þorláksmessu og það er
notaleg stund sem fjölskyldan á
saman. Við skreytum með bæði
aðkeyptu skrauti og líka
heimatilbúnu bæði eftir húsmóðurina
en líka eftir börnin og það er það
fallegasta við tréð okkar sem er
stórt og fallegt gervitré. Takk
fyrir frábæran vef,
Við erum með gerfitré hérna á Kambsveginum. Fyrstu ár búskapar okkar hjóna vorum við með lifandi tré. Við keyptum það minnsta sem selt var hjá trjá salanum okkar í Neskaupstað sem var til styrktar skógræktinni fyrir ofan bæinn. Elsta barnið okkar sem er 16 ára í dag var alltaf með þá drauma að fá tré alveg upp í loft eins og á Blómsturvöllunum í Neskaupstað. Hann áttaði sig ekki á því að tréð sem var þar var ekki bara lítið heldur var stofan okkar undir súð og það var rétt hjá honum það náði upp í loft. Þegar til Reykjavíkur kemur fyrir tíu árum síðan hélt þessi draumur áfram. Tveir drengir höfðu bæst við og voru líka með þennan draum að fá tré upp í loft. Við létum að því að fá okkur gerfitré önnur jólin okkar í Reykjavík og þótti það nokkuð gott 180 cm hátt. Ekki þótti börnunum það nú nóg en við ákváðum að þetta skildi nægja. Jólin 2000 á Þorláksmessu er tréð svo skreytt hjá okkur og gull fallegt eins og vanalega enda þrír myndadrengir að skreyta það sem þeir sjá á trénu og rosalega stolltir. Daginn eftir á aðfangadag rétt fyrir hádegi þurfti svo að rjúka út í búð nánar tiltekið Bónus og það fyrsta sem við sjáum er gerfijólatré 220 cm hátt á rétt um 5000 krónur. Okkur þótti þetta vera kjarkaup og vissum að við myndum færa drengjunum okkar stóra jólagjöf ef við kæmum með þetta heim. Þegar heim var komið settum við tréð saman og báðum strákana að bíða inni í herbergjunum sínum á meðan. Þegar þeir sáu tréð varð fagnaðurinn þvílíkur að meira að segja núna finn ég til þeirrar gleði sem ríkti á heimilinu. Strákarnir tóku skrautið af "litla" trénu og skreyttu hitt. Eftir að allt var tilbúið sagði þá miðdrengurinn ; Hey ættum við að safna trjám og búa til skóg í stofunni :-).
Gott kvöld Júlli,
Mig
langar að senda þér og fjölskyldu
þinni innilegar jóla og
nyjárskveðjur og þakka fyrir allar
ánægustundirnar við að skoða vefina
þína. Af jólatréssiðum okkar er það
að segja að við höfum búið saman í
45 ár og alltaf verið með
gerfitré,nú síðast mjög fallegt
ljósleiðaratré. Við höfum sloppið
við barrnálar og pöddur,og
greniilminn er hægt að kaupa á
brúsum. Við höfum alltfa verið með gervijólatré af því að einn á heimilinu hefur ofnæmi fyrir svona ekta. Í fyrra var jólatréð okkar orðið svolítið lúið þegar við skreyttum það á þorláksmessu og það voru nokkrar greinar brotnar svo að við þurftum að snúa trénu á ákveðin hátt svo að brotnu greinarnar sáust ekki. En þetta árið fórum við snemma og keyptum okkur nýtt jólatré sem er reyndar gervi líka. Nýja jólatréð okkar er einn og fimmtíu á hæð en mamma var svona svolíðið að hugsa að fara og kaupa aðeins stærra henni fannst það aðeins of lítið en þegar hún sagði þetat móðgaðist ég svo af því að ég hef nú alltaf verið frekar lítil eftir aldri og svo akkurat núna þegar ég hef druslast upp úr fjörtíu tölunni og rétt smogin inn í einn og fimmtíu þá þarf móðir mín af öllum að segja að þessi hæð sé bara hreinlega of lítil fyrir hana. Mamma fór ekki að kaupa stærra tré, mín vegna. Oftast höfum við nú skreytt tréð í kringum þorláksmessu en það hljóp eitthvað í foreldra mína þetta árið og við skreyttum tréð 16. desember.Gleðileg jól og takk fyrir að nenna að halda vefnum svona vel uppi mér finnst alltaf bara partur af jólunum að skoða jólavefinn þinn á hverjum degi á hverju ári.;)
Sæll Júlli hér á okkar
heimili er lifandi tré.Vorum
með gervi en svo var ákveðið
að prufa hitt fyrir nokkrum
árum og það verður ekki
aftursnúið. Tréið er sett
upp 22 des og skreytt 23 des
og allir með við það .ÞAð er
eitt af þessu fasta hér á
mínu heimili.
Bestu jóla kveðjur til þín
og þinna og takk fyrir að
halda úti þessu dagatali það
hefur stitt biðina eftir
jólunum að geta kíkt á
dagatalið og tekið þá´tt í
getraunum.
Við skreitum jólatréð 23
des. Við erum ekki með
livandi jólatré heldur
gamalt saman sett
plastjólatré sem er mjög
gott.
Hér færðu svo stutta
sögu um jólatréð okkar
og Bröndu sem var
fjörugur lítil
kettlingur (sagan er
auðvitað sönn að nánast
öllu leiti)
Branda og jólatréð
Branda er fjörug og
forvitin lítil kisa sem
er í þann veigin að
upplifa fyrstu jólin
sín. Klukkan var orðin
18:00 á aðfangadeigi og
von var á afa og ömmu á
hverri stundu. Mamma var
að leggja á borðið og
pabbi að klæða sig í
sparífötin. Ég hafði
ekki neit að gera svo ég
stóð bara og horfði út
um gluggan á öll falegu
ljósin. Skindilega
heirði ég brak og bresti
og svo brothljó rétt
fyrir aftan mig. Ég leit
við í snatri og þá var
Branda komin nánast efst
upp í jólatréð og búin
að hrinda 2 jólakúlum
niður á gólf þar sem þær
láu í maski. Í firstu
var ég reið og skammaði
Bröndu á meðan mamma
hjálpaði mér að hreinsa
brottnu kúlurnar upp af
gólfinu. Þegar við mamma
voru búnar að hreinsa
upp kúlurnar fór ég að
vorkenna Bröndu sem stóð
í sófanum og skammaðist
sín. Ég áttaðimig á því
að það voru jól og þá
eiga allir að vera
glaðir og svo var Branda
bara lítill ketlingur
sem hafði aldrei
upplifað jól og vissi
ekki að jólatré væru
svona brothætt. Branda
svaf afgangin af
aðfangadeigi og allir
voru glaðir og káttir.
Afi og amma komu ekki
firr en öll ósköpin voru
búin og nú gekk
aðfangadagur eins og í
góðri sögu eftir þetta
leiðilega en lærdómsríka
atvik. Branda hafði lært
að það má ekki klifra í
jólatré og ég hafði lært
að vera alltaf glöð á
jólonum kvað sem kemur
uppá.
Sæll Júlli Ég hef alltaf verið með lifandi jólatré frá því ég fór að búa. En ólst upp við gerfitré. Tréð er skreitt með allavegana jólakúlum sem safnast hafa að manni í gegnum árin. Einnig nokkrum glerfuglum og fleiru skemmtilegu skrauti. Og ekki má gleyma seríunni. Ein lituð grílukerta sería innst í trénu og svo glær kertasetía fremst á greinunum. Alltaf hefbundi og engin tíska í gangi. Ég óska þér gleðilegra jóla og þakka fyrir skemmtilega aðventu.
Góðan daginn,
ég er með gervitré og er
búin að hafa það í nærri 30 ár
og kann því vel.
Ég hef alltaf skreytt
það á Þorláksmessu, fyrst voru
það börnin sem skreyttu en eftir
að þau fóru að heiman þá geri ég
það alltaf sjálf.
Kallinn fær að skreyta
allt annað!!!
En bestu óskir um
gleðileg jól og farsælt nýtt ár.
Takk fyrir skemmtilegan vef Við hér í Svalbarði skreytum jólatréð að kvöldi Þorláksmessu og því verður ekki breytt. Við erum oftast með lifandi jólatré en eigum líka eitt “skátatré” og auk þess eitt eldgamalt lítið tré sem heimasætan skreytir. |
![]()