

|
Dagur 19 - Jólavefur Júlla 2012 Í dag er miðvikudagurinn 19. desember.
Í nótt kom áttundi
jólasveinninn til byggða "Skyrgámur / Skyrjarmur"
Þessi
jólasaga er ritgerð eftir barn í grunnskóla og er um Jesús frá
Þetta setti ég inn 2005.
|

|
Jólasveinamynd dagsins (19)
|


| Halló allir! Skyrgámur mætti í
nótt, rumurinn sá. . Í mallanum í dag eru skemmtilegar jólafrásagnir af
Jólavef Júlla. Snæfinnur. Þessa skemmtilegu sögu fékk ég senda um helgina Gugga og Sigrún Erla eru höfundarnir (10 ára) Kýrin og nautið
Einu sinni var kýr sem hét Stjarna. Það var alltaf verið að stríða henni. Dýrin sögðu að hún væri stjarna á himnum sem ætti ekki að vera í skólanum. Einn dag var Stjarna að úti að ganga og hitti naut. Nautið sagði; það er fallegur dagur í dag er það ekki? Jú sagði Stjarna og roðnaði. Nautið keppti í boxi og spurði Stjörnu: hvað heitirðu? Stjarna, sagði kýrin. Má bjóða þér á boxleik í kvöld spurði nautið Stjörnu. Já takk svaraði hún. Um kvöldið kom nautið og sótti Stjörnu. Nautið var að keppa í boxi og vann og þau tvö komu í fréttunum um kvöldið. Næsta dag þegar Stjarna ætlaði í skólann spurðu allir hvort að hún gæti leikið. Stjarna skildi ekki neitt í því og spurði af hverju allir vildu leika við hana núna Dýrin svöruðu að af því hún kom í fréttunum með svalasta nautinu langaði þau til að leika við hana. Stjarna hugsaði málið og var ekki alveg sátt við þetta svar. Þá kom allt í einu önnur kýr til hennar sem hún þekkti ekki mikið og sagði við hana. Mér er alveg sama hvort að þú komst í fréttunum eða ert með svalasta nautinu, mér hefur alltaf líkað við þig og fundist þú skemmtileg og því langar mig til að við verðum vinkonur. Stjarna varð voða glöð og ákvað að hún vildi vera vinkona hennar. Þessi nýja vinkona hennar hét Skjalda og upp frá þessu urðu þær bestu vinkonur sem aldrei stríddu hvor annarri eða öðrum dýrum. |

|
Á aðventunni 2002 fékk Jólavefurinn þetta skemmtilega bréf , mér fannst það svo gott og nauðsynlegt fyrir okkur að hugsa um innihaldið og þetta á nú ekki íst við í dag. Ylfa og Björgúlfur Takk fyrir þetta. Hæ elsku Júlli og takk fyrir vinninginn. Við erum svooooo glöð, og ætlum að gefa (eins og við vorum búin að lofa hvoru öðru, við Björgúlfur) vinninginn til mæðrastyrksnefndar. Við gerðum svona samkomulag í byrjun des, að taka þátt í allskyns happadrættum og netleikjum, og gefa alltaf vinninga (ef einhverjir yrðu) til góðgerðamála. Það var elsku drengurinn minn sem stakk upp á þessu, því að bæði í sunnudagaskólanum, svo og í skólanum hefur undanfarið verið rætt mikið um fátækt. Núna undanfarið hefur Björgúlfur verið afskaplega upptekinn af þessu og hefur til að mynda sett alla vasapeninga sína í hjálparstofnunarbaukinn frá
kirkjunni, og linnir ekki látum fyrr en allir gestir sem til okkar koma hafa sett eitthvað smáræði í baukinn!!! Ég hélt að þetta yrði kannski til þess að við hættum að fá gesti, :) en svo fór nú ekki sem betur fer. |

|
Ein álfa, huldufólks eða
jólasaga á dag Benidikt hét prestur í Aðalvík á Hornströndum sem síðar fluttist að Einholti á Mýrum. Hefur Kristín dóttir hans sagt eftirfylgjandi sögu eftir eigin sögusögn föðurs síns sjálfs. En Kristín hefur aftur sagt (orðin þá mjög gömul) skynsömum nútíðarmanni þessa sögu sem nú segir:
Netútgáfan |
