

|
Dagur 18 - Jólavefur Júlla 2012 Í dag er þriðjudagurinn 18. desember.
![]()
Dalvikurkirkja á aðventunni 2010 |


| Slammmmm ,,, og það
er Hurðaskellir sem mætti í nótt. Var nokkuð skellt hurð hjá
ykkur ?Ég frétti að hann hefði mætt með mikið af nammi meðferðis...og ég
frétti líka að hann væri mjög þreyttur eftir erfiða nótt vegna veðurs. Í mallanum í dag er
síða um jólakort og kveðjur. Einar Örn Gíslason í Hrísey er 14 ára í dag.....ja sko strákinn jafngamall og Jólavefur Júlla. Ég óska þér innilega til hamingju með daginn Einar minn - Snæfinnur |
|
Jólasveinamynd dagsins (18)
|



| Einu sinni
var stelpa sem var að leika sér úti, allt í einu kom jólasveinn,
hún spurði hann hvað hann væri að gera. Ég er að gefa í skóinn
sagði jólasveinninn. þá sagði stelpan "á ég þá að fara
að sofa?". Þá sagði jólasveininn já. Stelpan flýtti sér
heim og fór að sofa. Jólasveinninn kom svo og gaf henni Kinderegg.
Kær kveðja Lilja Bjarklind 6 ára ( 2002 ) Jólavefurinn þakkar Lilju fyrir þessa skemmtilegu sögu sem hún sendi. |
|
Ein álfa, huldufólks eða
jólasaga á dag
Skömmu fyrir aldamótin var kelling á Hrófá sem Gró hét, mikil vexti og var því kölluð Stóra-Gróa. Hún hafði alist upp suður í Breiðafjarðardölum.
|