Dagur 15 - Jólavefur Júlla 2012

Í dag er laugardagurinn 15. desember. Í nótt kom " Þvörusleikir" til byggða.

 


Sá fjórði, Þvörusleikir,
var fjarskalega mjór.
Og ósköp varð hann glaður,
þegar eldabuskan fór.


Þá þaut hann eins og elding
og þvöruna greip,
og hélt með báðum höndum,
því hún var stundum sleip.

Þorbjörg frá Dalvík sendi okkur þetta ljóð sem hún samdi um jólin 2001.
 
Jólaljóð úr nafninu Þorbjörg.

Það eru að koma jól.
Orti ég eitt jólalag,
rokkandi lagið var.
Björt eru blessuð jólin,
jólasnjórinn líka.
Örkum við öll til kirkju,
ræður eru haldnar þar
Guð gefi þér gleðileg jól.

Takk fyrir Þorbjörg.

Jólaljóð

komdu jólasveinin inn
þér er kalt á tánum
ekki vera að angra mig
því mér er illt í hnjánum
Endir

Heiða Magnúsdóttir Dalvík - Takk Heiða (2005)

 

Bréfkorn frá Danmörku.
Á aðventunni 2008  
Ég bý í Danmörku og ég reyni að hafa jólin svipuð og heima á íslandi nema ég er ekki með hangiket það er svo dýrt að flytja það a milli enda er það í lagi það er margt annað hægt að hafa allavega baka maður jólasmákökurnar og soðkökurnar sem maður er vanur að hafa með ketinu ég á systkinabörn hérna úti og það er gaman að fylgjast með þeim þau eru svo dönsk sem er ekki nema von þau eru fædd hérna úti og eru í dönskum skóla þau hafa mjög gaman af öllu stússinu hérna í okkur hinum sem reynum að hafa þetta sem best fyrir þau sem sagt íslensk jól Danirnir eru með svipuð jólahald og við ... kveðja Erna

 

 

Jólasveinamynd dagsins ( 15 )

          
 

Góðan daginn! Þvörusleikir mætti í nótt, ég frétti að Stúfur hefði unnið verk sitt afskaplega vel. Stúfur sagði  að krakkar sem hefðu verið að skoða jólavefinn væru mjög stilltir og prúðir, Hann vonaðist til þess að svo yrði áfram. Í mallanum í dag er ný síða af Jólavef Júlla jólaþorpin.

 

Hér er frábær sending sem vefurinn fékk.

Stúfur

Út við gluggann leynist hreinn og beinn,
lítill trítill, Stúfur jólasveinn.
Hann kom niður strompinn með léttum leik
og stal okkar stóru jólaseik.
Mikið var fyrir hann bras
að koma henni út um strompinn og upphófst mikið þras.
Mamma lætin heyrði og í strompnum kveikti
en eum leið rassinn á Stúfi steikti.
Er Stúfur út um strompinn rauk
jólasteikin í burtu fauk,
og þannig þessari ránsferð lauk.


Koma tímar - koma ráð

Jólin koma, jólabras
núna upphefst jólaþras.
Redda þarf hinu og þessu
svo allir komast hreinir í messu.
Jólasveinnin í skóinn gjafir lætur
en Stekkjastaur gaf lillu kartöflu svo ílla hún grætur.
Mamma finnu kveikjarann hvergi
því einghver hann tók,
en loksins hún hann finnur
og fer út í smók.
Siggi litli öllu um koll velti
pabbi tjúllaðist og hann á rassinn skellti.
Systir mín ,,séní" vill bara bóka jól
en mig langar í tölvuleiki og mótorhjól.


Höfundur:

Sigrún Birna Guðjónsdóttir 12 ára ( 2002 ) í Brekkuskóla

 
SNOTRA  ÁLFKONA

 

Maður er nefndur Jón og bjó á Nesi við Borgarfjörð. Kona hans hét Snotra og vissi enginn ætt hennar. Hún var fríð og vitur kona, stillt og fámálug. Þau áttu eina dóttur. Það eitt var kynlegt um háttu Snotru að hún hvarf hvert aðfangadagskvöld og kom aftur á jólakvöld.

Mönnum þótti þetta undarlegt. Þó fór enginn að hnýsast um hagi hennar fyrr en eitt sinn að sauðamaður bónda sat um hana einn aðfangadag. Þegar húmaði leggst Snotra fyrir, en fer skömmu seinna á fætur hljóðlega, gengur út og niður til sjávar. Sauðamaður fer í hömót á eftir henni. Hann sér hún tekur upp tvær silkislæður í fjörunni, kastar annari niður, en breiðir hina yfir höfuð sér og steypir sér í sjóinn.

Hann gjörir slíkt hið sama, tekur silkislæðuna sem eftir lá og steypir sér á eftir. Þau líða lengi niður þangað til þau komu á grænar grundir. Skammt þaðan sér sauðamaður borg skrautlega. Þangað gengur Snotra; er þaðan að heyra gleði mikla og glaum. Snotra gengur í höll og er þar alsett mönnum á báða bekki og vistir miklar á borðum.

Maður sat í hásæti tígulega búinn og var dapur; til hægri handar var auður stóll. Allir fögnuðu Snotru og þó mest hásætismaður. Hann faðmar hana og setur í auða stólinn. Sauðamaður stóð í horni í skugga. Nú tekur öldin til snæðings og eru slátur svo feit á borðum að aldrei hafði sauðamaður slík séð. Hann læddist að og náði einu rifi og geymdi; hann náði og öðrum mat til snæðings. Eftir að menn höfðu matast var vín drukkið og dansað af mikilli gleði.

Daginn eftir gekk allt fólk í kirkju. Ekki skildi sauðamaður þar eitt orð, en fagur þótti honum söngurinn. Þenna dag var og gleði mikil, en undir kvöldið urðu allir hljóðir því þá bjóst Snotra burtu. Þau hásætismaður kvöddust og hörmuðu mjög.

Nú fóru þau Snotra og sauðamaður sömu leið og fyrr gegnum sjóinn, líklega upp á móti, og í fjöruna fyrir neðan Nes. Þar gætir hún að smalamanni og spyr hvað hann sé að fara. Hann kveðst hafa farið á eftir henni alla leið. Hún neitar því. En þá sýnir hann henni sauðarrifið til jarteina svo hún skilur að hann segir satt.

"Hafðu mikla þökk fyrir, maður; þú hefir leyst mig úr ánauð. Það var lagt á mig að ég skyldi fara í mannheima og vera þar alla ævi nema hverja jólanótt skyldi ég mega vera í álfheimum. Maðurinn í hásætinu er konungur og maðurinn minn. Það var lagt til bóta að ef mennskur maður þyrði að fara á eftir mér til álfheima og sjá þar bústaði mína skyldi þessi álög ganga af mér. Og hefir þú nú hjálpað mér svo ég má fara heim til konungs míns, en þú munt verða hinn mesti gæfumaður. Jón bóndi minn hinn mennski mun hér eftir verða skammlífur því hann mun harma mig. Þá bið ég þig taka dóttur okkar og vera henni í föðurstað."

Sauðamaður lofar þessu og nú skilja þau; steypir Snotra sér aftur í sjóinn. Sauðamaður gengur heim og segir engum að sinni um ferðir sínar. Svo fór sem Snotra gat til, að Jón bóndi varð skammlífur. Þá tók sauðamaður dóttur hans og bjó síðan á Nesi til elli og var hinn mesti auðnumaður. Síðan er bærinn kenndur við Snotru og kallaður Snotrunes.


 

 Netútgáfan