
|
Dagur 15 - Jólavefur Júlla 2012 Í dag er laugardagurinn 15. desember.
Í nótt kom " Þvörusleikir" til byggða.
![]() ![]() ![]()
Þorbjörg frá Dalvík sendi
okkur þetta ljóð sem hún samdi um jólin 2001.
Bréfkorn frá Danmörku.
Á aðventunni 2008
Ég bý í Danmörku og ég reyni að hafa jólin
svipuð og heima á íslandi nema ég er ekki með hangiket það er svo dýrt að
flytja það a milli enda er það í lagi það er margt annað hægt að hafa
allavega baka maður jólasmákökurnar og soðkökurnar sem maður er vanur að
hafa með ketinu ég á systkinabörn hérna úti og það er gaman að fylgjast með
þeim þau eru svo dönsk sem er ekki nema von þau eru fædd hérna úti og eru í
dönskum skóla þau hafa mjög gaman af öllu stússinu hérna í okkur hinum sem
reynum að hafa þetta sem best fyrir þau sem sagt íslensk jól Danirnir eru
með svipuð jólahald og við ... kveðja Erna
|
|
Jólasveinamynd dagsins ( 15 )
|


| Góðan daginn! Þvörusleikir mætti í nótt, ég frétti að Stúfur hefði unnið verk sitt afskaplega vel. Stúfur sagði að krakkar sem hefðu verið að skoða jólavefinn væru mjög stilltir og prúðir, Hann vonaðist til þess að svo yrði áfram. Í mallanum í dag er ný síða af Jólavef Júlla jólaþorpin. |
|
Hér er frábær sending sem vefurinn
fékk.
Stúfur Út við gluggann leynist hreinn og beinn, Sigrún Birna Guðjónsdóttir 12 ára ( 2002 ) í Brekkuskóla |
|
Maður er nefndur Jón og bjó á Nesi við Borgarfjörð. Kona hans hét Snotra og vissi enginn ætt hennar. Hún var fríð og vitur kona, stillt og fámálug. Þau áttu eina dóttur. Það eitt var kynlegt um háttu Snotru að hún hvarf hvert aðfangadagskvöld og kom aftur á jólakvöld.
Netútgáfan |